Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. maí 2021 09:15
Victor Pálsson
Hansi Flick tekur við Þýskalandi eftir EM (Staðfest)
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Þýska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að Hansi Flick muni taka við þýska landsliðinu eftir EM í sumar.

Flick hefur verið sterklega orðaður við starfið síðustu mánuði en hann mun taka við af Joachim Low sem stýrir þó Þýskalandi á EM sem hefst í byrjun næsta mánaðar.

Um er að ræða 56 ára gamlan þjálfara sem hefur stýrt liði Bayern Munchen undanfarin tvö ár við góðan orðstír.

Flick hefur einnig þjálfað Hoffenheim á sínum þjálfaraferli en er þekktastur fyrir það að vera einmitt aðstoðarþjálfari Low frá 2006 til 2014.

Low hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2006 og vann HM 2014. Liðið hafnaði ennig í þriðja sæti mótsins árið 2010.

Flick er sjálfur fyrrum leikmaður Bayern en hann vann deildina með félaginu bæði 2020 og 2021. Ekki nóg með það heldur vann liðið einnig Meistaradeild Evrópu 2020 sem og þýska bikarinn og Ofurdeild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner