Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mið 25. ágúst 2021 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Elísa: Við höfum aldrei litið til baka eftir þá skitu
Elísa Viðarsdóttir ásamt liðsfélögum sínum. Tólfti titill Vals í höfn!
Elísa Viðarsdóttir ásamt liðsfélögum sínum. Tólfti titill Vals í höfn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir vendipunkt sumarsins hafa verið þegar liðið tapaði 7-3 gegn Breiðabliki í byrjun mótsins en síðan þá hefur liðið ekki tapað leik og fagnaði í kvöld tólfta Íslandsmeistaratitlinum.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Tindastóll

Valur hefur verið gríðarlega sannfærandi frá tapinu gegn Blikum en liðið hefur síðan þá unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli.

Tvær umferðir eru eftir af mótinu en Valur tókst að tryggja titilinn í kvöld með 6-1 sigri á Tindastól.

„Mér líður ólýsanlega. Við mættum í leikinn frá fyrstu mínútu og vorum staðráðnar í því að klára leikinn í dag og það gekk svona ljómandi vel upp," sagði Elísa við Fótbolta.net

„Við spiluðum vel, góðan sóknarbolta og þéttar til baka. Það skilaði sex mörkum og eins og ég sagði þá vorum við staðráðnar í að klára þetta í dag og það með stæl."

„Það er alltaf bónus ef maður nær að halda hreinu en svona gerist af og til. Það skiptir okkur ekki máli þegar uppi er staðið."


Vendipunkturinn var tapaði gegn Blikum á Origo-vellinum þegar Blikar unnu 7-3 sigur. Það kveikti í Völsurum.

„Mér finnst hann vinnast þegar við drulluðum við upp á bak á móti Breiðabliki á heimavelli þá snérum við blaðinu gjörsamlega við. Við höfum aldrei litið til baka eftir þá skitu,"

Elísa verður samningslaus eftir þetta tímabil en framtíðin er ekki ráðin. Ef það koma upp áhugaverð tækifæri erlendis þá gæti hún vel hugsað sér að skoða það.

„Það er óljóst. Ég er samningslaus og það verður að koma í ljós."

„Maður veit aldrei. Ef það er eitthvað spennandi sem kemur upp þá skoðar maður það en mér líður gríðarlega vel í Val og ánægð hér. Ég er að bæta mig sem leikmaður og við verðum að sjá hvað gerist,"
sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner