Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 25. desember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engar fyrirspurnir fengið í Bissouma sem er orðaður við risa félög
Bissouma í leik með Brighton.
Bissouma í leik með Brighton.
Mynd: Getty Images
Graham Potter, stjóri Brighton, segir að félagið hafi ekki fengið neinar fyrirspurnir í miðjumaninn Yves Bissouma.

Hinn 24 ára gamli Bissouma er stór og stæðilegur miðjumaður sem hefur komið sterkur inn í lið Brighton frá félagaskiptum sínum þangað frá Lille í Frakklandi árið 2018.

Upp á síðkastið hefur hann verið orðaður við stór félög á borð við Real Madrid, Liverpool og Manchester United.

Potter segir Brighton ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir og efast hann um að það sem sagt er í fjölmiðlum sé satt.

„Það hafa engar fyrirspurnir komið. Eins og ég hef sagt áður, þá er þetta bara í blöðunum og það þýðir ekki endilega að þetta sé satt," sagði Potter.

„Ég einbeiti mér að því hvernig ég get hjálpað Yves að bæta sig og hann getur enn bætt sig mikið."

Brighton er tveimur stigum frá fallsæti en liðið á leik gegn West Ham 27. desember.
Athugasemdir
banner
banner