Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. desember 2020 16:50
Brynjar Ingi Erluson
„Hann gat drukkið alla Englendingana undir borðið"
Asier Del Horno í leik með Chelsea
Asier Del Horno í leik með Chelsea
Mynd: Getty Images
Spænski vinstri bakvörðurinn Asier del Horno gekk til liðs við Chelsea frá Athletic Bilbao árið 2005 en hann eyddi einu tímabili þar áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Englendingarnar, Joe Cole og Carlton Cole, ræddu del Horno í hlaðvarpsþættinum All to Play, en hann var afar líflegur karakter.

Del Horno spilaði allan sinn feril á Spáni fyrir utan þetta eina tímabil með Chelsea.

Hann var keyptur á átta milljónir punda og spilaði 34 leiki ásamt því að skora eitt mark áður en hann hélt aftur til Spánar.

Del Horno var afar áhugaverður utan fótboltans en hann virtist skemmta sér konunglega á næturlífinu og gat drukkið alla Englendingana í Chelsea undir borðið.

„Þegar ég sá hann fyrst þá hugsaði ég bara hvað hann passaði vel inn í hugmyndafræði Englendinga. Hann vildi ekkert fara eitthvað út að borða heldur frekar fara beint í að veðja peningum, drekka og mæta blindfullur heim til sín. Þetta er það sem hann vildi gera og við tókum hann strax inn í innsta hring. Hann gat drukkið alla Englendinga í hópnum undir borðið og svo labbað heim og samt verið bláedrú" sagði Carlton Cole.

Joe Cole var með svipaða sögu af honum þegar hann bauð honum á tónleika með Arctic Monkeys.

„Ég man eftir því að ég var á leið á tónleika með Arctic Monkeys og ég ætlaði að fara með Shaun Wright-Phillips. Ég átti einn aukamiða og spurði Del Horno hvort hann vildi fá miðann og hann var til í það."

„Við keyrðum til Bournemouth og Del Horno vissi ekkert um hljómsveitina. Hann fór beint á barinn á meðan ég og Wright-Phillips horfðum á tónleikana. Ég skildi hann eftir á barnum með stuðningsmönnum Chelsea sem voru að kjafta við hann."

„Ég er ekki að grínast með þetta en hann kunni í mesta lagi fimm orð en sat þarna í tvo eða þrjá tíma að tala við stuðningsmennina. Ég og Wright-Phillips mættum svo eftir tónleikana að ná í hann á barinn og hann var í skýjunum með þetta allt saman.
Athugasemdir
banner