Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 26. mars 2021 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Sveinn var utan hóps: Það var lítið talað við mig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
OB er í 8. sæti og mun leika í fall-umspilinu í dönsku Superliga. Leikinn verður tvöföld umferð þar sem liðin í 7. - 12. sæti mætast innbyrðis og leika um að forðast fall eða ná sjöunda sætinu sem gefur möguleika á Evrópusæti.

Sveinn Aron Guðjohnsen er að láni hjá OB frá Spezia, hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum og spilað rúmlega hundrað mínútur. Þá hefur hann tekið þátt í tveimur bikarleikjum. Samtals eru mörkin tvö. Svenni sat fyrir svörum í dag og var spurður út í OB og sambandið við Jakob Michelsen. Michelsen var látinn fara nýlega og nú stýrir Michael Hemmingsen liðinu.

Hvernig er þín staða hjá þínu félagsliði?

„Staða mín hjá OB hefur ekki verið góð. Ég hef náttúrulega ekkert fengið að spila. Vonandi breytist það á næstu vikum," sagði Sveinn.

Michelsen valdi þig ekki í hópinn í nokkrum leikjum, hvernig var að vera settur svoleiðist til hliðar?

„Það er erfitt að fá ekki að vera með í leikjum. Maður verður bara að sýna þolinmæði, æfa vel og halda sér í standi. Vera klár þegar kallið kemur.”

Var eitthvað ósætti við Michelsen?

„Nei, ekkert þannig. Það var eiginlega bara þannig að það var lítið talað við mig og sagt mér af hverju ég var ekki að spila, þannig var staðan.”

Líturu á þetta mót sem ákveðinn glugga til að sýna þig og sanna til að mögulega færa þig um set?

„Svona já og nei. Ég lít á þetta mót þannig að við sem lið ætlum okkur að fara áfram í mótinu og síðan það sem gerist eftir mót kemur bara í ljós," sagði Sveinn.

Annað úr viðtalinu:
„Verð örugglega á undan gamla að snoða mig, hann er svo þrjóskur"
Býst ekki við kallinu frá A-landsliðinu strax - „Þetta hefur bara tikkað"
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner