Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. mars 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Ísland 45 mínútum frá því að komast á EM
Icelandair
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið er rúmum 45 mínútum frá því að tryggja farseðilinn á Evrópumótið í Þýskalandi en liðið er að vinna Úkraínu, 1-0, í hálfleik.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Eftir nokkuð rólega byrjun náði Ísland að komast betur inn í leikinn og eftir hálftímaleik var það Albert Guðmundsson sem skoraði mark Íslands með frábæru skoti rétt fyrir utan teiginn og í hægra hornið.

Roman Yaremchuk kom boltanum í netið fyrir Úkraínu nokkrum mínútum síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum. VAR-tæknin hjálpaði þar íslenska liðinu.

Íslenska liðið vildi fá rautt spjald á Ruslan Malinovsky undir lok hálfleiksins er hann gaf Hákon Arnari Haraldssyni olnbogaskot í hálsinn en Úkraínumaðurinn uppskar aðeins gult spjald.

Úkraínumenn þegar orðnir pirraðir og lofar það afar góðu. Nú er það bara að halda skipulagi og sigla þessu heim!


Athugasemdir
banner
banner
banner