Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt: Hvert erum við að fara?
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki hjá Bayern München á tímabilinu en hann býst ekki við að yfirgefa félagið á næstunni.

Það hafa verið sögusagnir þess efnis að De Ligt sé hugsanlega á förum í sumar og var hann nýverið spurður út í það. Einnig hafa verið sögusagnir um að hinn stórefnilegi Jama Musiala sé á förum annað.

„Ég og Musiala að fara frá Bayern? Hvert erum við að fara? Í frí?" sagði De Ligt einfaldlega.

„Ég held að við séum ekki að fara neitt. Ég vona fyrir okkur og fyrir Bayern að við verðum báðir áfram. Það sem það sem held líka."

De Ligt var á sínum tíma frábær fyrir Ajax en hann hefur ekki náð þeim hæðum sem búist var við af honum eftir að hann yfirgaf hollenska stórliðið - fyrst hjá Juventus og svo hjá Bayern.

Bayern hefur átt erfitt tímabil og er liðið að missa af þýska meistaratitlinum í hendur Bayer Leverkusen. Það kemur nýr þjálfari inn fyrir næsta tímabil en efstur á óskalistanum er einmitt Xabi Alonso, stjóri Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner