Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Gabigol dæmdur í tveggja ára bann
Gabigol
Gabigol
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Gabriel Barbosa eða Gabigol eins og hann er kallaður hefur verið dæmdur í tveggja ára bann fyrir að reyna komast undan því að fara í lyfjapróf.

Gabigol, sem er 27 ára gamall, hefur verið einn heitasti framherji Brasilíu síðustu ár.

Hann er á mála hjá stórliðinu Flamengo en umrætt atvik átti sér stað í apríl á síðasta ári.

Leikmaðurinn reyndi ítrekað að fresta lyfjaprófi og þegar hann loks gekkst undir prófið fylgdi hann ekki fyrirmælum starfsmanna og móðgaði þá.

Globo segir frá því að Gabigol hafi farið fyrir dómstóla í gær og þá verið dæmdur í tveggja ára bann frá fótbolta. Greidd voru atkvæði með og gegn Gabigol, en fimm fóru gegn honum og hann því dæmdur í bann.

Framherjinn mun áfrýja dómnum til íþróttadómstólsins (CAS) í Sviss og hefur Flamengo þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segist styðja Gabigol heilshugar.

Gabigol, sem var áður á mála hjá Inter á Ítalíu, á 18 A-landsleiki fyrir Brasilíu og gert 5 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner