Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 26. maí 2021 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu vítakeppnina endalausu: Miði De Gea dugði skammt
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David de Gea er á allra vörum eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Manchester United tapaði fyrir Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Hún var endalaus, nánast. Allir útileikmenn skoruðu úr sínum spyrnum og þetta endaði á markvörðunum. Geronimo Rulli skoraði en De Gea klikkaði. Villarreal er Evrópudeildarmeistari í fyrsta sinn.

De Gea mun eflaust ekki sofa mikið í nótt enda skoraði Villarreal úr 11 vítaspyrnum í röð á hann.

De Gea og yfirmenn hans voru búnir að kortleggja leikmenn Villarreal í vítaspyrnum og var markvörðurinn með miða í handklæði sínu yfir það hvar menn myndu skjóta. Það dugði skammt.

Hér að neðan má sjá miðann og með því að smella hérna má horfa á vítaspyrnukeppnina.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Gerard Moreno skoraði
1-1 Juan Mata skoraði
2-1 Dani Raba skoraði
2-2 Alex Telles skoraði
3-2 Paco Alcacer skoraði
3-3 Bruno Fernandes skoraði
4-3 Alberto Moreno skoraði
4-4 Marcus Rashford skoraði
5-4 Dani Parejo skoraði
5-5 Edinson Cavani skoraði
6-5 Moi Gomez skoraði
6-6 Fred skoraði
7-6 Raul Albiol skoraði
7-7 Daniel James skoraði
8-7 Francis Coquelin skoraði
8-8 Luke Shaw skoraði
9-8 Mario Gaspar skoraði
9-9 Axel Tuanzebe skoraði
10-9 Pau Torres skoraði
10-10 Victor Lindelöf skoraði
11-10 Geronimo Rulli skoraði
11-10 David de Gea klúðraði

Sjá einnig:
Úlnliðurinn á De Gea veikur: Er bara ekki nægilega hraustur


Athugasemdir
banner
banner
banner