Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. ágúst 2021 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í Meistaradeildinni: Kante, Haaland og þrjár frá Barcelona
Haaland
Haaland
Mynd: Getty Images
Jennifer Hermoso
Jennifer Hermoso
Mynd: EPA
Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn eru leikmenn ársins í Meistaradeild Evrópu. Valið er um besta markvörð, besta varnarmann, besta miðjumann og besta sóknarmann bæði í karla- og kvennaflokki.

Chelsea vann Meistaradeildina karlamegin og Barcelona kvennamegin. Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn voru verðlaunaðir.

Þrjár úr sigurliði Barcelona voru valdar bestar í sinni stöðu og tveir leikmenn Chelsea.

Bestu markverðir:
KK: Edouard Mendy (Chelsea)
KVK: Sandra Panos (Barcelona)

Bestu varnarmenn:
KK: Ruben Dias (Manchester City)
KVK: Irene Paredes (PSG)

Bestu miðjumenn:
KK: N'Golo Kante (Chelsea)
KVK: Alexia Putellas (Barcelona)

Bestu sóknarmenn:
KK: Erling Braut Haaland (Dortmund)
KVK: Jennifer Hermoso (Barcelona)
Athugasemdir
banner
banner