Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 13:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Palace og Everton: Eze byrjar - Gylfi á bekknum
Það verður gaman að fylgjast með Eberechi Eze í vetur.
Það verður gaman að fylgjast með Eberechi Eze í vetur.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace og Everton eigast við í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið staðfest. Um spennandi leik er að ræða þar sem bæði lið unnu fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins.

Roy Hodgson gerir eina breytingu á liðinu sem vann gegn Manchester United á Old Trafford um síðustu helgi. Eberechi Eze kemur inn á kantinn í stað Jeffrey Schlupp sem er utan hóps, líklegast vegna meiðsla.

Carlo Ancelotti breytir engu eftir stórsigur gegn West Bromwich Albion í síðustu umferð, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum enda James Rodriguez kominn með fast sæti í byrjunarliðinu.

Allan, Abdoulaye Doucouré og Andre Gomes sjá um miðjuna og þá eru Richarlison og Dominic Calvert-Lewin partur af skemmtilegri framlínu.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Kouyate, Sakho, Mitchell, Townsend, McCarthy, McArthur, Eze, Ayew, Zaha
Varamenn: Hennessey, Kelly, Riedewald, Milivojevic, Meyer, Batshuayi, Benteke

Everton: Pickford, Coleman, Keane, Mina, Digne, Doucoure, Allan, Gomes, James, Richarlison, Calvert-Lewin
Varamenn: Lössl, Kenny, Sigurðsson, Davies, Bernard, Iwobi, Kean
Athugasemdir
banner
banner
banner