Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. desember 2020 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
England: Laca, Xhaka og Saka skelltu Chelsea
Fyrsti sigur Arsenal í úrvalsdeildinni síðan 1. nóvember
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal 3 - 1 Chelsea
1-0 Alexandre Lacazette ('34, víti)
2-0 Granit Xhaka ('44)
3-0 Bukayo Saka ('56)
3-1 Tammy Abraham ('85)
3-1 Jorginho, misnotað víti ('91)

Mikel Arteta hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu vegna arfaslaks gengis Arsenal á upphafi tímabils.

Hann ákvað að bregðast við þessari gagnrýni með að gefa ungum og hungruðum leikmönnum félagsins tækifæri í aðalliðinu. Hann valdi engan smá leik til að gera það, nágrannaslaginn gegn Chelsea.

Þar fengu menn á borð við Emile Smith-Rowe (20), Bukayo Saka (19) og Gabriel Martinelli (19) tækifæri í fremstu víglínu á meðan Pierre-Emerick Aubameyang og Nicolas Pepe voru geymdir á bekknum.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þar sem heimamenn virtust eilítið beittari og skoraði Alexandre Lacazette fyrsta mark leiksins með marki úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Granit Xhaka forystuna með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Heimamenn urðu betri í síðari hálfleik og verðskuldaði Bukayo Saka að skora þriðja mark Arsenal á 56. mínútu. Arsenal komst nálægt því að bæta fjórða markinu við áður en Tammy Abraham minnkaði muninn fyrir gestina.

Það færðist spenna í leikinn í uppbótartíma þegar Jorginho steig á vítapunktinn en Bernd Leno gerði vel að verja frá honum og lokatölur urðu 3-1.

Arsenal er því með 17 stig eftir 15 umferðir en þetta er skellur fyrir Chelsea sem hefði getað jafnað Leicester á stigum í öðru sæti með sigri.

Þetta var fyrsti sigur Arsenal í ensku úrvalsdeildinni síðan liðið lagði Manchester United að velli á Old Trafford. Síðan þá höfðu lærisveinar Arteta aðeins nælt sér í tvö stig úr sjö leikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner