Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 26. desember 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder: Gæðaleysið skein í gegn
Mynd: Getty Images
Sheffield United er aðeins með tvö stig eftir fimmtán umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Það er versta byrjun í sögu efstu deildar á Englandi.

Sheffield tapaði fyrir Everton í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson gerði sigurmarkið á lokakaflanum eftir jafnan og nokkuð bragðdaufan leik sem einkenndist af mikilli baráttu.

Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield, var svekktur að leikslokum og lá ekki á skoðunum sínum. Hann segir að leikmenn verði að stíga upp og sýna meiri gæði ef liðið á að forðast fall.

„Þetta er mjög erfiður tími fyrir þetta knattspyrnufélag. Við höfum verið að tapa ótrúlega naumum leikjum gegn toppliðum deildarinnar. Við erum svekktir því okkur líður eins og við ættum að vera búnir að safna talsvert meira af stigum," sagði Wilder.

„Vandamálin liggja í gæðunum, við höfum ekki verið að sýna sömu gæði og í fyrra. Það vantar ekki uppá baráttuandann, leikmenn verða að sýna meiri gæði. Ég veit að þeir geta það, þeir gerðu það í fyrra.

„Tapið í dag var alveg eins og næstum öll hin töpin á leiktíðinni. Við vorum óheppnir og gæðaleysið okkar skein í gegn. Við erum með sömu leikmenn og á síðustu leiktíð, það hefur ekkert breyst nema úrslitin.

„Leikmennirnir verða að stíga upp og sýna hvað þeir kunna. Ég get ekki spilað leikinn fyrir þá."


Það má aðeins finna þrjú önnur félög sem hafa byrjað tímabil jafn illa og Sheffield í sögu enska boltans. Öll þessi félög léku í D-deildinni á áttunda áratuginum.

Newport County og Barrow fengu aðeins tvö stig úr fimmtán fyrstu umferðunum tímabilið 1970-71. Það gerðist svo fyrir Southport tímabilið 1975-76.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner