Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Atlético vill fá 125 milljónir evra fyrir Llorente
Marcos Llorente spilaði afar sóknarsinnaðan bolta gegn Liverpool í Meistaradeildinni á síðasta ári
Marcos Llorente spilaði afar sóknarsinnaðan bolta gegn Liverpool í Meistaradeildinni á síðasta ári
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atlético Madríd vill fá 125 milljónir evra fyrir Marcos Llorente, miðjumann liðsins, en enska félagið Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá hann í sumar. Þetta kemur fram í AS.

Þessi 26 ára gamli miðjumaður hefur gjörbreytt hlutverki sínu í liðinu síðasta árið en hann spilaði iðulega sem varnarsinnaður miðjumaður en er töluvert sóknarsinnaðri í dag.

Hann hefur skorað 9 mörk og lagt upp 8 mörk á tímabilinu og er eftirsóttur af stærstu félögum heims.

Samkvæmt spænska miðlinum AS er Manchester United reiðubúið að leggja fram 80 milljón evra tilboð í leikmanninn en Atlético er þó fast á því að fá 125 milljónir evra fyrir hann sem er riftunarákvæðið í samningnum.

Llorente virðist hafa lítinn áhuga á því að yfirgefa Madríd en hann er að byggja sér hús þar og virðist kunna afar vel við sig í heimalandinu.

Paris Saint-Germain er einnig sagt hafa áhuga á Llorente sem hefur spilað feykivel með toppliðinu í spænsku deildinni síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner