Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Gravenberch er betri útgáfan af Pogba"
Ryan Gravenberch er mikið efni
Ryan Gravenberch er mikið efni
Mynd: Getty Images
Ryan Gravenberch er nafn sem fólk þarf að leggja á minnið en þessi 18 ára gamli miðjumaður hefur spilað frábærlega með hollenska liðinu Ajax á þessari leiktíð.

Gravenberch er fæddur árið 2002 í Amsterdam en er ættaður frá Súrinam eins og margir af bestu knattspyrnumönnum Hollands í gegnum tíðina.

Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu Ajax til að spila í hollensku deildinni árið 2018 er hann var aðeins 16 ára og 130 daga gamall. Þar bætti hann met Clarence Seedorf sem var 16 ára og 242 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax árið 1992.

Honum var úthlutað stórt hlutverk á miðjunni hjá liðinu á þessari leiktíð og hefur hann staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans en liðið er með ellefu stiga forystu þegar átta leikir eru eftir og þá spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik í 4-2 tapinu gegn Tyrkjum á dögunum er hann kom inná á 82. mínútu.

Ajax er þá einnig komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en Brian Tevreden, fyrrum þjálfari hans í unglingaliði hollenska félagsins, segir að hann sé betri útgáfan af Paul Pogba.

„Hvað varðar líkamsstyrk þá sé ég Frank Rijkaard í honum því hann er stór og mjög sterkur en þegar það kemur að tækni þá er hann betri útgáfan af Paul Pogba þegar hann var upp á sitt besta hjá Juventus. Hann er með mikla yfirburði á vellinum eins og Pogba og það er það sem ég sé í Ryan," sagði Tevreden.

„Hann mun klárlega taka stóra skrefið. Ég sá það í honum þegar hann var yngri. Hann er enn ungur en næsta skref hjá honum verður risaklúbbur í Evrópu og hann á eftir að gera frábæra hluti þar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner