Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 27. mars 2024 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Sigursælasta liðið í undanúrslit
Mynd: EPA
Lyon 4 - 1 Benfica (6-2, samanlagt)
1-0 Delphine Cascarino ('43 )
1-1 Marie-Yasmine Alidou d'Anjou ('45 )
2-1 Delphine Cascarino ('51 )
3-1 Griedge Mbock ('90 )
4-1 Vicki Becho ('90 )

Franska stórliðið Lyon er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið 4-1 stórsigur á Benfica í kvöld.

Lyon fór inn í þennan leik með eins marks forystu eftir að hafa lagt Benfica að velli, 2-1, á heimavelli portúgalska liðsins.

Það var Lyon sem náði yfirhöndinni á 43. mínútu í kvöld er Delphine Cascarino skoraði með skoti af löngu færi. Varnarmaður Benfica ætlaði að senda boltann til baka á markvörð sinn, en sendingin var slök og náði Eugenie Le Sommer að vinna boltann af markverðinum áður en hún sendi hann á Cascarino sem lyfti boltanum skemmtilega í markið.

Marie-Yasmine Alidou d'Anjou jafnaði metin undir lok hálfleiksins með skoti af stuttu færi og hélt Benfica inn í einvíginu.

Í síðari hálfleiknum tókst Cascarino að koma Lyon aftur í forystu með góðu marki en franska liðið gekk endanlega frá einvíginu undir lokin með tveimur mörkum frá Griedge Mbock og Vicki Becho.

Lyon fer því samanlagt áfram, 6-2. Lyon er sigursælasta lið í sögu Meistaradeildarinnar með átta titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner