Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 27. apríl 2024 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Evrópumeistararnir fögnuðu á Stamford Bridge
Aitana Bonmatí skoraði og fiskaði víti
Aitana Bonmatí skoraði og fiskaði víti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Chelsea 0 - 2 Barcelona
0-1 Aitana Bonmatí ('25 )
0-2 Fridolina Rolfö ('74, víti )
Rautt spjald: Kadeisha Buchanan ('59, Chelsea)

Evrópumeistarar Barcelona komust í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu er það snéri taflinu við gegn Chelsea og vann 2-0 á Stamford Bridge.

Chelsea vann fyrri leikinn 1-0 í Barcelona en Börsungar sýndu í kvöld úr hverju þær eru gerðar.

Aitana Bonmatí skoraði fyrra markið á 25. mínútu. Hún tók skæri rétt fyrir utan teig, færði sig til hægri og lét vaða á markið. Boltinn hafði viðkomu af varnarmann, sem hjálpaði boltanum að leka inn af stöng og inn.

Chelsea-liðið spilaði manni færri frá 59. mínútu. Kadeisha Buchanan var skúrkurinn í liðinu en hún fékk gula spjaldið á 55. mínútu og sitt annað gula nokkrum mínútum síðar og þar með rautt.

Fyrra gula spjaldið var verðskuldað en seinna gula var fremur strangur dómur og má vel deila um hvort það hafi átt rétt á sér eða ekki.

Þegar stundarfjórðungur var eftir fengu Börsungar vítaspyrnu er Bonmatí var tekin niður í teignum. Engin svakaleg snerting en vítaspyrna dæmd og var það Fridolina Rolfö sem skoraði úr spyrnunni.

Lokatölur 2-0 fyrir Barcelona og samanlagt, 2-1 úr tveimur leikjum, en Barcelona mætir Lyon eða Paris Saint-Germain í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner