Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pappa-Shaq í stúkunni er Northampton spilaði undanúrslitaleik
Mynd: Getty Images
Körfuboltameistarinn Shaquille O'Neal, einnig þekktur sem Shaq eða Big Shaq, er stuðningsmaður enska D-deildarliðsins Northampton sem er í harðri umspilsbaráttu um að komast upp um deild.

Northampton mætti Celtenham í undanúrslitaleik umspilsins og var spilað fyrir luktum dyrum. Northampton byrjaði á heimavelli og voru pappaspjöld af stuðningsmönnum félagsins í stúkunni í stað áhorfenda.

Þar mátti sjá glitta í Shaq en hann færði sínum mönnum ekki mikla lukku því leikurinn tapaðist 0-2. Northampton kom þó til baka í seinni leiknum á útivelli og vann 0-3. Liðið mætir Exeter í úrslitaleik á mánudaginn.

Shaq er góður vinur Kelvin Thomas, stjórnarformanns Northampton, og hafa þeir stundað viðskipti saman undanfarin ár.

Auk þess að vera fyrrum körfuboltastjarna hefur Shaq verið atvinnumaður í WWE Wrestling, gefið út tölvuleik og tónlistarplötur.
Athugasemdir
banner
banner