Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júlí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Of góðir fyrir Championship en ekki nógu góðir fyrir úrvalsdeild
Hemmi Hreiðars í liði The Athletic
Pétur Pétursson og Hermann Hreiðarsson.
Pétur Pétursson og Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild karla, var valinn í athyglisvert lið sem var sett saman í hlaðvarpi hjá The Athletic.

Sett var saman lið yfir leikmenn sem eru að sögn miðilsins of góðir fyrir Championship-deildina en ekki nægilega góðir fyrir ensku úrvalsdeildina.

Hermann er þarna í hjarta varnarinnar ásamt Sebastian Bassong. Í liðinu má einnig finna leikmenn eins og Glenn Whelan, Charlie Austin og Tom Ince.

Hermann er fyrrum landsliðsmaður og spilaði hann lengi vel á Englandi með félögum eins og Crystal Palace, Wimbledon og Portsmouth.

Hér að neðan má sjá liðið.


Athugasemdir
banner
banner