Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Liverpool og Chelsea
Leikurinn er á morgun laugardag 16:30
Mynd: Guardian
Guardian býst við því að Andy Robertson snúi aftur í byrjunarlið Liverpool sem tekur á móti Chelsea í sannkölluðum stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun laugardag klukkan 16:30.

Robertson er búinn að jafna sig af ökklameiðslum og tekur væntanlega vinstri bakvarðarstöðuna á ný, af Kostas Tsimikas.

Fabinho er mættur aftur til æfinga hjá Liverpool en byrjar væntanlega ekki. James Milner er enn á meiðslalistanum.



Þá er búist við því að N'Golo Kante, miðjumaður Chelsea, byrji sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann hefur jafnað sig af ökklameiðslum.

Cesar Azpilicueta spilar sinn 300. úrvalsdeildarleik.

Kurt Zouma er frá af persónulegum ástæðum og þá smituðust Ruben Loftus-Cheek og Christian Pulisic af Covid-19.

Það má búast við jöfnum og spennandi leik, fróðlegt verður að fylgjast með baráttu Virgil van Dijk gegn Romelu Lukaku.

Bæði þessi lið eru með sex stig af sex mögulegum en Liverpool gæti afrekað það að vinna fyrstu þrjá leiki sína fjórða tímabilið i röð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner