Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. ágúst 2022 14:57
Ívan Guðjón Baldursson
Í fyrsta sinn sem Liverpool skorar fimm í fyrri hálfleik
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Liverpool er fimm mörkum yfir í hálfleik gegn nýliðum Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.


Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Liverpool skorar fimm mörk í fyrri hálfleik.

Roberto Firmino er búinn að eiga þrjár stoðsendingar og eitt mark og komust Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Harvey Elliott og Luis Diaz einnig á blað.

Þessi leikur mun eflaust reyna mikilvægur fyrir sjálfstraust Liverpool manna sem fóru óvænt í gegnum fyrstu þrjá leiki úrvalsdeildartímabilsins án þess að sigra.

Liverpool fer því upp í fimm stig eftir fjórar umferðir, nema Bournemouth skori fimm eða meira í seinni hálfleik, og krossleggja menn þar á bæ fingur með annað eyrað á leik Manchester City. Englandsmeistararnir eru tveimur mörkum undir á heimavelli gegn Crystal Palace, en það er margt sem getur gerst á 45 mínútum.

Aðeins tvö stig myndu skilja liðin að ef leikirnir enda eins og staðan er í hálfleik. City er með sjö stig og þarf að skora minnst tvö mörk eftir leikhléð til að bjarga stigi.

Þessi tvö félög hafa verið með langbestu lið ensku deildarinnar undanfarin ár. City hefur haft betur á Englandi á meðan Liverpool hefur gert betur í Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner