Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 27. nóvember 2019 12:28
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Már með gegn ungu liði Man Utd
Rúnar Már Sigurjónson.
Rúnar Már Sigurjónson.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson verður með Astana gegn Manchester United í Evrópudeildinni á morgun.

Rúnar hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki með landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga.

Í samtali við Víði Sigurðsson á mbl.is segist Rúnar hafa æft af fullum krafti síðustu vikur.

Leikurinn á morgun verður á heimavelli Astana. Það er mikill kuldi í Kasakstan en leikvangurinn er með þaki og því verður leikið við góðar aðstæður.

Rún­ar lék all­an leikinn í fyrri leikn­um við Manchester United á Old Trafford í sept­em­ber en þar vann United 1-0. United er efst í riðlinum og er öruggt áfram en ljóst er að Astana, sem er án stiga, á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum.

United mætir með mjög ungan leikmannahóp til Kasakstan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner