Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. desember 2019 22:11
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Nuno: Mjög gott kvöld - Leikurinn frábær
Nuno sáttur í leikslok.
Nuno sáttur í leikslok.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo og lærisveinar hans í Wolves gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu Englandsmeistrara Manchester City í frábærum leik, lokatölur 3-2.

City komst í 0-2 í leiknum en Úlfarnir komu til baka og unnu leikinn.

„Þetta var gott kvöld, mjög gott kvöld, leikurinn var frábær, það breytti leiknum talsvert að City missti mann af velli," sagði Nuno knattspyrnustjóri Wolves.

Nuno greindi frá því hvað hann sagði við leikmennina sína í hálfleik.

„Ég sagði við þá að halda áfram á sömu braut og reyna halda okkur inn í leiknum, það klikkaði hjá okkur til að byrja með því þeir bættu við öðru markinu, við gerðum okkur erfitt fyrir en viðbrögðin við markinu voru frábær."

„Þetta var frábært, mörkin flott og leikurinn frábær," sagði Nuno. Wolves fór upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner