Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 28. mars 2024 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Luigi vekur athygli í Noregi
Mynd: Stromsgodset
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Norski fjölmiðillinn Nettavisen hefur vakið athygli Norðmanna á Loga Tómassyni, vinstri bakverði Strömsgodset sem leikur í efstu deild í Noregi.

Logi gerði flotta hluti með Víkingi R. áður en hann var fenginn út í atvinnumennsku og hefur honum vegnað vel með sterku liði Strömsgodset frá komu sinni til félagsins.

Langfæstir fótboltaáhugamenn í Noregi gerðu sér þó grein fyrir því að Logi var orðin poppstjarna heima á Íslandi þegar hann ákvað að flytja sig um set.

Logi er staddur með leikmannahópi Strömsgodset á Spáni þessa dagana þar sem ákveðið hefur verið að klára undirbúningstímabilið með æfingaferð til suðurhluta Evrópu.

„Ég gerði lag með einum náunga sem er einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands. Við erum vinir sem höfum þekkst í nokkur ár," sagði Logi þegar fréttamaður Nettavisen spjallaði við hann úti á Marbella.

„Ég bjóst ekki við að lagið yrði svona stórt. Þetta skaust á toppinn á Íslandi og hefur verið þar í fjóra eða fimm mánuði. Þetta er að verða eitt stærsta popplag aldarinnar heimafyrir."

Logi ber listamannsnafnið Luigi og fer í annan karakter þegar hann syngur. Hann syngur lagið 'Skína' ásamt PATRi!K en hefur ekki tíma fyrir tónlistina meðan hann er einbeittur að fótboltanum í Noregi.

„Einbeitingin er mest á fótboltanum svo ég hef ekki mikinn tíma til að vinna í tónlistinni, en ég gef vonandi eitthvað út seinna á þessu ári eða á næsta ári. Í Noregi er ég bara Logi að gera mína hluti á fótboltavellinum, það er ekki oft sem ég fer í karakterinn sem Luigi er.

„Ég er mjög opin manneskja en þegar ég er hér þá finnst mér betra að vera lokaðari. Það hjálpar mér að halda einbeitingu."


Logi nýtur sín í norska boltanum og hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta undirbúningstímabili þar.
Athugasemdir
banner