Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 28. apríl 2022 10:55
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Í beinni - 12:00 Dregið í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, er bestur Íslendinga í að draga.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, er bestur Íslendinga í að draga.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Dregið verður í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag, fimmtudag. Fótbolti.net fylgist með drættinum í beinni textalýsingu.

Drátturinn hefst kl. 12:00 og fer hann fram í höfuðstöðvum KSÍ. 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram dagana 24.-26. maí, en liðin í Bestu deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð.

Liðin í pottinum eru:

Besta deildin: Víkingur R., Breiðablik, FH, KR, Valur, Stjarnan, Fram, Keflavík, ÍBV, ÍA, Leiknir, KA.

Lengjudeildin: Kórdrengir, Fylkir, Afturelding, Grótta, Þór, Grindavík, HK, Selfoss, Vestri.

2. deild: Reynir S., Höttur/Huginn, Ægir, Magni, ÍR, Njarðvík, Haukar.

3. deild: Dalvík/Reynir, Sindri, Kári.

4. deild: Hvíti Riddarinn.
12:25
Þá er textalýsingunni lokið. Takk fyrir samfylgdina.

Eyða Breyta
12:25
HAUKAR - VÍKINGUR R.

Bikarmeistararnir fara í Hafnarfjörðinn.

Þá er drættinum lokið!

Eyða Breyta
12:24
KEFLAVÍK - NJARÐVÍK

Reykjanesslagur.

Eyða Breyta
12:23
FH - KÁRI

Hafnfirðingar væntanlega ánægðir með þennan drátt.

Eyða Breyta
12:22
BREIÐABLIK - VALUR

Jahá, takk fyrir.

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Blika sá um að draga mótherja Blika.

Eyða Breyta
12:21
VESTRI - AFTURELDING

Pétur Bjarnason sá um að draga mótherja Vestra.

Eyða Breyta
12:21
HK - GRÓTTA

Gróttumenn í Kórinn.

Eyða Breyta
12:19
KA - REYNIR SANDGERÐI

Reynismenn í 2. deildinni halda norður.

Eyða Breyta
12:19
HÖTTUR/HUGINN - ÆGIR

Ægir fer austur.

Eyða Breyta
12:18
GRINDAVÍK - ÍR

Breiðhyltingar taka Reykjanesbrautina.

Eyða Breyta
12:17
SELFOSS - MAGNI

Magnaðir Magnamenn halda á Selfossi.

Eyða Breyta
12:16
DALVÍK/REYNIR - ÞÓR

Ekki langt að fara...

Eyða Breyta
12:15
HVÍTI RIDDARINN - KÓRDRENGIR

Kórdrengir halda í Mosfellsbæinn.

Eyða Breyta
12:15
FRAM - LEIKNIR

Hynur Atli Magnússon dró andstæðing Framara.

Eyða Breyta
12:14
FYLKIR - ÍBV

Rúnar Páll dró andstæðing Árbæinga.

Eyða Breyta
12:13
SINDRI - ÍA

Skagamenn til Hafnar í Hornafirði.

Eyða Breyta
12:13
STJARNAN - KR

Það er aldeilis byrjun á drættinum!

Halli Björns sá um að draga andstæðing Garðbæinga.

Eyða Breyta
12:12
Vanda formaður og Bjarni Fel munu aðstoða Birki við dráttinn.

Eyða Breyta
12:10
Jæja Birkir tekur til máls. Þetta er farið af stað.

Eyða Breyta
12:06
Birkir Sveins farinn að spígspora í kringum skálina. Þetta hýtur að fara að hefjast bráðlega.

Eyða Breyta
11:58
Fólk er byrjað að gæða sér á veitingum áður en dregið verður.

Eyða Breyta
11:36
Útsendingarétturinn á Mjólkurbikarnum hefur skipt um hendur og er kominn á RÚV. Það er vonandi að Hilmar Björnsson og félagar í Efstaleitinu blási til leiks strax í 32-liða úrslitunum.




Eyða Breyta
11:34
Óskadráttur margra liða er væntanlega að fá heimaleik gegn Hvíta Riddaranum úr Mosfellsbæ, eina 4. deildarliðið sem er í skálinni góðu.




Eyða Breyta
11:32
Drátturinn sjálfur verður ekki alveg á slaginu 12 því veitingarnar eru í forgangi. Passað verður upp á að menn séu ekki að draga á tóman maga.

Eyða Breyta
11:31
Að vanda þá hef ég fengið mörg skilaboð þar sem ég er beðinn um að greina frá því hvernig veitingar eru í boði. Borðið hérna svignar en krúnudjásnið er þessi glæsilega Mjólkurbikarskaka. Ég mun að sjálfsögðu greina frá því hver mun brjóta ísinn og fá sér fyrstu sneiðina.



Eyða Breyta
11:27
Hér í Laugardalnum er verið að gera allt klárt. Það mun goðsögn aðstoða við dráttinn í dag, sjálfur Bjarni Fel! Ekki amaleg aðstoð það.




Eyða Breyta
11:01
Góðan og gleðilegan daginn!

Fyrstu tvær umferðirnar í Mjólkurbikarnum eru að baki og nú er komið að 32-liða úrslitunum. Þá mæta liðin tólf í Bestu deildinni til leiks. Dregið verður í 32-liða úrslitin í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag.

Hvíti riddarinn úr Mosfellsbæ var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum með 6-0 sigri á RB á mánudagskvöldið. Hvíti riddarinn er eina liðið úr fjórðu deild í pottinum.

Liðin í pottinum:
Liðin í Bestu (12): Víkingur, Breiðablik, KR, KA, Valur, FH, Stjarnan, Leiknir, ÍA, Keflavík, Fram og ÍBV

Sigurvegarnir úr 2. umferð:
Lengjudeildin (9): Kórdrengir, Fylkir, Afturelding, Grótta, Grindavík, HK, Selfoss, Vestri og Þór
2. deild (7): Ægir, Magni, ÍR, Njarðvík, Haukar, Höttur/Huginn og Reynir S.
3. deild (3): Dalvík/Reynir, Sindri og Kári
4. deild (1): Hvíti riddarinn

Drátturinn er opinn, engar hömlur eru á því hvaða lið mega mætast í 32-liða úrslitunum eftir að fyrstu tvær umferðirnar voru svæðaskiptar. Leikirnir fara fram dagana 24.-26. maí.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner