Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. maí 2021 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Afturelding á toppnum - Jafnt í tveimur leikjum
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði þrennu fyrir Aftureldingu
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði þrennu fyrir Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld en KR vann FH 2-0 á meðan Afturelding lagði Hauka, 3-1.

Augnalbik og Grindavík gerðu jafntefli í fyrsta leik kvöldsins en Júlía Ruth Thasaphong kom Grindvíkingum yfir í upphafi síðari hálfleiks áður en Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði undir lok leiksins.

KR vann FH 2-0. Kathleen Rebecca Pingel kom KR yfir snemma leiks áður en Thelma Lóa Hermannsdóttir tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki í Hafnarfirði.

Afturelding er á toppnum eftir 3-1 sigur á Haukum. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir gerði þrennu fyrir Aftureldingu en liðið er með 13 stig á toppnum.

Víkingur R. og Grótta gerðu þá 1-1 jafntefli í Víkinni. Signý Ylfa Sigurðardóttir skoraði fyrir Gróttu á 7. mínútu en Kristín Erna Sigurlásdóttir sá um að ná í stig fyrir Víking með að jafna á 68. mínútu.

Úrslit og markaskorarar:

Augnablik 1 - 1 Grindavík
0-1 Júlía Ruth Thasaphong ('46 )
1-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('84 )

FH 0 - 2 KR
0-1 Kathleen Rebecca Pingel ('4 )
0-2 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('57 )

Afturelding 3 - 1 Haukar
0-1 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('11 )
1-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('14 )
2-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('37 )
3-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('74 )

Víkingur R. 1 - 1 Grótta
0-1 SIgný Ylfa Sigurðardóttir ('7 )
1-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('68 )
Athugasemdir
banner
banner