Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. maí 2021 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Annar sigur Þórsara kom gegn Aftureldingu
Alvaro Montejo skoraði úr víti fyrir Þór
Alvaro Montejo skoraði úr víti fyrir Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 2 - 1 Afturelding
1-0 Alvaro Montejo Calleja ('37 )
2-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('53 )
2-1 Aron Elí Sævarsson ('67 )
Rautt spjald: Ísak Atli Kristjánsson, Afturelding ('87)

Þórsarar náðu í annan sigur sinn í Lengjudeildinni með því að vinna Aftureldingu 2-1 á SaltPay-vellinum í kvöld.

Heimamenn voru hættulegri í fyrri hálfleiknum og náðu að skapa sér nokkur góð færi.

Það dró til tíðinda á 36. mínútu þegar brotið var á Sölva Sverrissyni innan teigs. Alvaro Montejo steig á punktinn og skoraði. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Þór sem spilaði með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum.

Það tók Þórsara átta mínútur til að bæta við öðru marki í þeim síðari en Fannar Daði Malmquist Gíslason gerði það eftir sendingu frá Alvaro.

Gestirnir minnkuðu muninn fjórtán mínútum síðar. Aron Elí Sævarsson var þar á ferðinni eftir hornspyrnu. Afturelding átti skalla í slá og datt boltinn fyrir Aron sem skoraði fyrir opnu marki.

Ísak Atli Kristjánsson var nálægt því að jafna stuttu síðar er hann vippaði boltanum fyrir utan teig yfir Daða Frey í markinu en boltinn hafnaði í slánni og yfir.

Ísak fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks fyrir kjaftbrúk en leikmenn Aftureldingar voru æfir yfir því að hafa ekki fengið vítaspyrnu.

Lokatölur 2-1 fyrir Þór sem er komið með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina á meðan Afturelding er með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner