Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. september 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick mætti á þrjá leiki á Englandi um helgina
Mynd: Getty Images
Hansi Flick þjálfari þýska landsliðsins mætti á þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hann á eftir að tilkynna hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður Makedóníu í undankeppni HM. Liðin leika í sama riðli og Ísland. Leikirnir fara fram 8. og 11. október.

Hann fylgdist sennilega best með viðureign Chelsea og Manchester City þar sem Antonio Rudiger, Timo Werner og Kai Havertz léku allir í tapi Chelsea gegn City.

Hann greip í tómt er hann sá Arsenal sigra Tottenham þar sem hans maður, Bernd Leno, sat á varamannabekk Arsenal.

Svo kíkti hann á skemmtilegasta leik umferðarinnar þar sem Liverpool og Brentford gerðu 3-3 jafntefli. Þar skoraði þýski miðjumaðurinn Vitaly Janelt eitt marka Brentford og spurning hvort þessi frammistaða verðskuldi sæti í landsliðinu í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner