Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. september 2021 15:30
Fótbolti.net
Svona gekk spáin í Lengjudeildinni - Nánast allt eftir bókinni
Lengjudeildin
Framarar fagna sigri í deildinni.
Framarar fagna sigri í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Lengjudeild karla spáðu fyrir um lokastöðuna í deildinni fyrir mót.

Fram og ÍBV fóru upp úr deildinni eins og spáð var og Þróttur og Víkingur féllu líkt og spáin sagði.

Það er óhætt að segja að flest hafi farið eftir bókinni og lítið óvænt í deildinni. Helst var það árangur Kórdrengja sem enduðu þremur sætum ofar en spáð var og á neikvæðan hátt lokastaða Grindvíkinga sem enduðu þremur sætum neðar en spáð var.

Lokastaðan í deildinni:
1. Fram (spáð 2. sæti) | +1
2. ÍBV (spáð 1. sæti) | -1
3. Fjölnir (spáð 3. sæti) | 0
4. Kórdrengir (spáð 7. sæti) | +3
5. Vestri (spáð 6. sæti) | +1
6. Grótta (spáð 5. sæti) | -1
7. Grindavík (spáð 4. sæti) | -3
8. Selfoss (spáð 10. sæti) | +2
9. Þór (spáð 8. sæti) | -1
10. Afturelding (spáð 9. sæti) | -1
11. Þróttur (spáð 11. sæti) | 0
12. Víkingur Ó. (spáð 12. sæti) | 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner