Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. desember 2020 20:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Pressan á Lampard er að aukast"
Mynd: Getty Images
Chris Sutton var að störfum hjá BBC í kringum leik Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn fór 1-1 og hefur Chelsea einungis unnið einn leik í síðustu fimm leikjum sínum.

„Þetta er orðið að allt öðru tímabili fyrir Frank Lampard. Pressan á honum er að aukast, hann eyddi háum fjárhæðum. Þú lítur á breytingarnar sem Dean Smith gerði í dag og þær sem Lampard gerði."

„Það sem það segir okkur er að Frank er með mjög sterkan hóp, allir sem komu inn í liðið eru mjög góðir leikmenn. En á þessari stundu þá er Chelsea í krísu því að leikmenn eru ekki að standa sig."

„Chelsea hefði þurft að koma til baka eftir nokkur slæm úrslit en liðið gerði það ekki. Pressan er að aukast. Mér finnst liðið vera mjög flatt þessa stundina,"
sagði Sutton.
Athugasemdir
banner
banner
banner