Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill frekar spila í fjórðu deild en að vera á bekknum hjá Barcelona
Jean-Clair Todibo.
Jean-Clair Todibo.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Jean-Clair Todibo hefur ekkert gaman að því að sitja á varamannabekknum hjá Barcelona.

Hinn 21 ára gamli Todibo á nánast fleiri lánsdvalir en spilaða leiki frá því hann gekk í raðir Barcelona.

Hann er núna á láni hjá Nice í Frakklandi og hann hefur engan áhuga á því að fara aftur á bekkinn hjá Barcelona. Ef hann snýr aftur til Barcelona, þá þarf hann að fá að spila.

„Það er ömurlegt að fara til Barcelona og spila ekki. Ég vil frekar klæðast treyju Sedan og spila, en að fara til Barcelona og spila ekki," sagði Todibo við L'Equipe. Hann var þá að tala um Sedan Ardennes sem er í fjórðu efstu deild í Frakklandi.

„Ég var hluti af sigurliði spænsku úrvalsdeildarinnar 2019 en ég hjálpaði ekki liðinu. Ég spilaði bara þegar liðið var búið að vinna titilinn."
Athugasemdir
banner
banner