Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. apríl 2021 09:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho-sagan endalausa - Lukaku aftur til Chelsea?
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Mögnuð vera og allt það.
Mögnuð vera og allt það.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins en BBC tók saman það helsta.



Manchester United vill enn kaupa hægri kantmann og er Jadon Sancho (21) efstur á óskalistanum. (90min)

Faðir Lionel Messi hefur fundað með Joan Laporta, forseta Barcelona um framtíðar sonar síns. Samningur Messi (33) rennur út eftir tímabilið. (TV3)

Chelsea mun hlusta á tilboð á Tammy Abraham (23) í sumar en hann er metinn á 40 milljónir punda. (Telegraph)

Chelsea er að undirbúa 90 milljón punda tilboð í Romelu Lukaku (27), sóknarmann Inter. Lukaku spilaði á árum áður með Chelsea en fékk þá ekki mörg tækifæri. (Sun)

Brendan Rodgers, sem hefur verið orðaður við Tottenham, segist ánægður í starfi sínu sem knattspyrnustjóri Leicester og vill halda áfram að starfa fyrir félagið. (Star)

Everton hefur sýnt Merih Demiral (23), tyrkneskum miðverði Juventus, áhuga. (Calciomercato)

Arsenal er tilbúið að selja bakvörðinn Hector Bellerin (26) og vill fá Max Aaron (21) frá Norwich í hans stað. (90min)

Fikayo Tomori (23) hefur fundað með Paolo Maldini, stjórnarmanni AC Milan, þar sem ítalska félagið vill kaupa miðvörðinn frá Chelsea. (Sky Sports)

Það er ólíklegt að Olivier Giroud (34) framlengi samning sinn við Chelsea. Samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Goal)

Arsenal er að hugsa um að reyna að fá Julian Brandt (24) frá Borussia Dortmund ef Martin Ödegaard (22) fer aftur til Real Madrid eftir lánssamning sinn í sumar. (Bild)

Jules Kounde (22), miðvörður Sevilla, er undir smásjá Real Madrid. (AS)

Burnley er tilbúið að bjóða 9 milljónir punda í Nathan Collins (19), miðvörð Stoke City. (Football Insider)

Daniel Farke, stjóri Norwich, er á óskalista Eintracht Frankfurt og Wolfsburg í Þýskalandi en bæði þessu félög gætu misst knattspyrnustjóra sína á næstu vikum. (Express)

Spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos segir að "það yrði erfitt" fyrir sig að vera áfram á láni hjá Arsenal frá Real Madrid. Hann segist kunna betur við spænsku úrvalsdeildina en þá ensku. (Goal)

Watford er í viðræðum við Chelsea um kaup á sóknarmanninum Ike Ugbo (21) fyrir 5 milljónir punda. Ugbo er á láni hjá Cercle Brugge í Belgíu. (The Athletic)

Umboðsmaður miðjumannsins Tiemoue Bakayoko (26) segist ekki vera viss um það að leikmaðurinn verði áfram hjá Napoli. Bakayoko er á láni hjá Napoli frá Chelsea. (CalcioNapoli24)
Athugasemdir
banner
banner
banner