Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 29. apríl 2022 20:44
Victor Pálsson
Ráðning Rangnick ein versta ákvörðun sögunnar?
Mynd: EPA

Jason Cundy, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi sparkspekingur TalkSport, var harðorður í garð Manchester United í þætti gærdagsins.


Cundy ræddi þar ákvörðun Man Utd að ráða inn Ralf Rangnick sem knattspyrnustjóra en hann mun stýra liðinu út tímabilið.

Það er ákvörðun sem Cundy skilur ekkert í en gengið hefur alls ekki batnað síðan Rangnick tók við af Ole Gunnar Solskjær í nóvember.

Erik ten Hag mun taka við Rauðu Djöflunum í sumar og hefur Rangnick samþykkt að taka við austurríska landsliðinu.

Cundy botnar ekkert í því af hverju Man Utd ákvað að ráða Rangnick til starfa en hann mun einnig starfa sem ráðgjafi hjá félaginu eftir tímabilið.

„Félagið hefur gert mistök í ákvarðanatökum, þessi ákvörðun að fá inn Ralf Rangnick. Hver hélt að leysa Ole af hólmi með Rangnick væri góð ákvörðun?" sagði Cundy.

„Sá sem tók þessa ákvörðun, það mætti reka þann aðila. Þetta er ein versta ákvörðun í sögu ensku úrvalsdeildarinnar."

Man Utd er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner