Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. ágúst 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herferð Roma að skila stórgóðum árangri
Mynd: Getty Images
Roma hefur heldur betur verið að standa sig vel með herferð á samfélagsmiðlum.

Roma hefur nýtt stóran fylgjendahóp sinn á samfélagsmiðlum til að varpa ljósi á börn sem eru týnd víða um heim. Þegar nýir leikmenn eru kynntir hjá félaginu eru gerð myndbönd þar sem vakin er athygli á týndum börnum.

Herferð Roma hófst árið 2019 og hefur hjálpað til við að finna tólf týnd börn.

„Ég er stoltur að vera hluti af félagi sem notar vinsældir fótbolta á þennan hátt," segir Eldor Shomurodov, sóknarmaður sem var nýverið keyptur til Roma. Myndband sem var gefið út við félagaskipti hans hjálpaði til við að finna tólfta barnið.

Roma er í samstarfi við góðgerðarsamtök um allan heim í þessari herferð, en fleiri félög mættu taka hana sér til fyrirmyndar.


Athugasemdir
banner
banner
banner