Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Búa til treyju fyrir næstmarkahæsta leikmann Kalmar, Självmål
Davíð kK
Davíð kK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Kristján Ólafsson og félagar í Kalmar hafa verið að gera fína hluti á sænska deildartímabilinu og deila sjöunda sæti deildarinnar með Göteborg, með 33 stig eftir 20 umferðir.


Liðið er sjö stigum frá Evrópubaráttunni eftir tvo sigra í röð sem réðust báðir af sjálfsmarki.

Eftir þessi sjálfsmörk hefur félagið ákveðið að gefa út nýja treyju merkta Självmål, eða sjálfsmark, til að fagna þessari frábæru markaskorun.

Självmål er næstmarkahæsti leikmaður Kalmar á deildartímabilinu með fjögur mörk, einu marki eftir miðjumanninum Oliver Berg. Sóknarmenn félagsins hafa ekki verið að standa sig og eru samanlagt komnir með 4 mörk í 23 deildarleikjum liðsins - á pari við sjálfsmörkin.

Skoðaðu nýja treyju Kalmar á vefsíðu félagsins.




Athugasemdir
banner
banner