Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 29. ágúst 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hringja í hvorn annan vegna innkomu Haaland
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hefur farið vel af stað á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 22 ára gamli Haaland gekk í raðir Man City í sumar og er nú þegar búin að skora sex mörk í fjórum deildarleikjum. Hann gerði þrennu í endurkomusigri gegn Crystal Palace um helgina.

Haaland er einn besti sóknarmaður í heimi og gefur City allt aðra vídd en var til staðar hjá liðinu á síðustu leiktíð.

Telegraph segir frá því að stjórar liða í ensku úrvalsdeildinni séu farnir að hringja í hvorn annan til þess að fá ráðleggingar varðandi það hvernig eigi að stoppa Haaland.

Einn stjóri í deildinni - sem kemur ekki fram undir nafni - lýsir Haaland sem „geimveru" og hann sé sterkari, hávaxnari og fljótari en það sem hefur sést áður í þessari deild.

Man City er ríkjandi Englandsmeistari og með Haaland verður enn erfiðara að stöðva þá.
Athugasemdir
banner
banner