Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison segir Hamann að væla meira
Richarlison.
Richarlison.
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Richarlison átti áhugaverða innkomu þegar Tottenham vann sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Richarlison kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp síðara mark Spurs.

Richarlison tók svo í kjölfarið upp á því að halda boltanum á lofti í miðjum leik en Brennan Johnson, kantmaður Forest, tók ekkert sérlega vel í það og straujaði hann. Fékk hann að launum gult spjald.

Didi Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, deildi þeirri áhugaverðu skoðun sinni að það yrði að refsa Richarlison fyrir þetta - hann ætti að fá gult spjald og Forest ætti að fá boltann.

Richarlison ákvað að svara þessari skoðun hans með því að segja honum einfaldlega að væla meira, hann nyti þess að sjá hann gera það.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið og samskipti þeirra á samfélagsmiðlinum Twitter.

Sjá einnig:
Fá núna að elska einn leiðinlegasta gæjann í deildinni


Athugasemdir
banner
banner
banner