Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. ágúst 2022 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fá núna að elska einn leiðinlegasta gæjann í deildinni
Richarlison var keyptur til Spurs í sumar.
Richarlison var keyptur til Spurs í sumar.
Mynd: Getty Images
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Charlie Kane, bróðir og umboðsmaður Harry Kane.
Charlie Kane, bróðir og umboðsmaður Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Þessi félagaskiptagluggi í sumar hefur verið ansi góður fyrir Tottenham og flestir spá því að liðið verði í Meistaradeildarsæti, og jafnvel að þeir muni berjast um einhverja bikara.

Tottenham stuðningsmennirnir Hörður Ágústsson og Ingimar Helgi Finnsson (litla flugvélin) voru gestir í hlaðvarpi í síðustu viku þar sem þeir ræddu um Spurs.

Þeir voru spurðir út í Brasilíumanninn Richarlison sem var keyptur frá Everton fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann er áhugaverður leikmaður.

„Þegar þessi orðrómur byrjaði þá var ég að tala við vini mína um þetta og ég hugsaði: 'Ég nenni ekki að þurfa að elska þennan gæja'. Ég nenni því ekki. Þetta er einn leiðinlegasti gaurinn í deildinni," sagði litla flugvélin, Ingimar Helgi Finnsson.

„Annað hvort er hann í þínu liði eða þér langar ekki að sjá þennan gæja," sagði Hörður Ágústsson.

„Ég held að hann verði elskaður. Hann er algjör 'bastard' en hann er okkar 'bastard'. Hann er eins og Cristian Romero," sagði Ingimar en það er líklega gaman að vera með Richarlison í sínu liði þó hann sé óþolandi fyrir aðra.

Þeir töluðu um að Richarlison muni kannski ekki spila alla leiki en hann muni nýtast vel og það sé ansi gott að bæta honum við hópinn.

Engar sögur um Kane
Þessi félagaskipti hefur verið ansi góður fyrir Tottenham en það sem er kannski best við hann er að félagið er búið að halda í Harry Kane, landsliðsfyrirliða Englands. Það voru háværar sögur um að hann væri að fara síðasta sumar en núna eru engar slíkar sögur.

Hinn 29 ára gamli Kane virðist vera ansi sáttur með stöðuna hjá félaginu eftir að Antonio Conte tók við. Liðið er á leið í jákvæða átt undir stjórn þess ítalska.

„Ég held að Kane skrifi undir samning, einn fimm eða sex ára samning," sagði Ingimar í þættinum en Kane rennur út á samningi sínum eftir næstu leiktíð.

Það mátti ekki miklu muna að hann hefði farið eftir síðasta tímabil. „Það er stór munur á því hvað er í gangi. 'Hvernig verða þjálfararnir í vetur? Nuno (Espirito Santo)'. Þá hringdi hann í bróður sinn og ég skildi það mjög vel. Ég var skíthræddur að missa hann," sagði Hörður.

„Ég hugsa að hann hefði fengið þetta 'move' í fyrra ef hann hefði verið með sterkara teymi á bak við sig," sagði Ingimar en bróðir hans, Charlie Kane, hugsar um hans mál.

„Ef hann hefði verið með granítharðan umboðsmann, þá hefði hann farið," sagði Hörður.

Sjá einnig:
Spáin fyrir enska - 3. sæti - „Þessi leikmaður er latari en ég"
Enski boltinn - Löngu kominn tími á málm hjá Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner