Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 29. september 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoðar möguleika erlendis og hefur rætt við lið í efstu deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjartur Hallsson verður samningslaus um áramótin og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Hann skoraði sautján mörk í liði Grindavíkur í Lengjudeildinni í sumar og vakti athygli fyrir frammistöðu sína.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð í gær og spurði hann út í framtíðaráformin.

Hvað langar þig að gera í vetur?

„Það er svolítið flókið. Ég er að skoða möguleikann á því að fara erlendis. Ég hef einnig rætt við nokkur lið í efstu deild. Ég eiginlega veit það ekki, ég hef ekki tekið ákvörðunina og veit ekki sjálfur hvar ég enda," sagði Sigurður Bjartur.

Ertu ákveðinn í því að taka næsta skref á ferlinum í vetur?

„Já, mig langar að taka skref upp á við núna, finnst það vera rétti tíminn. Ég vil ekki staðna á mínum ferli, mér finnst ég þurfa nýja áskorun á ferlinum. Ég er búinn að vera í Grindavík og GG allt mitt líf. Ég held að það sé orðið löngu tímabært að prófa eitthvað nýtt," sagði Sigurður Bjartur.

Sjá einnig:
Ashley Barnes, Shane Long, eða Sigurður Bjartur?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner