Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. desember 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arthur er með söluákvæði
Arthur er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu.
Arthur er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu.
Mynd: Getty Images
Arthur Melo er 21 árs gamall miðjumaður sem leikur fyrir Gremio í brasilíska boltanum.

Arthur er lágvaxinn og er honum gjarnan líkt við Andres Iniesta og Thiago Alcantara.

Odorico Roman, varaforseti Gremio, segir leikmanninn ekki falann fyrir mikið minna en 50 milljónir evra.

„Arthur er nýlega búinn að skrifa undir nýjan samning og hljóðar söluákvæðið uppá 50 milljónir evra," sagði Roman við Cadena Cope.

„Ef við fáum tilboð uppá 25-30 milljónir þá höfnum við því. Arthur verður ekki seldur ódýrt.

„Ég heyrði að Chelsea og Real Madrid höfðu áhuga á honum, en ég get staðfest að einu formlegu samskiptin hafa verið við Inter."


Barcelona sýndi Arthur mikinn áhuga fyrr á tímabilinu og viðurkenndi miðjumaðurinn að hann hafi fundað með talsmönnum félagsins.
Athugasemdir
banner