Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 29. desember 2020 09:41
Magnús Már Einarsson
Þrír í viðbót smitaðir hjá Man City - Hvenær spila þeir næst?
Mynd: Getty Images
Þrír leikmenn Manchester City greindust með kórónuveiruna í gær samkvæmt frétt The Athletic í dag.

Á laugardag greindust Kyle Walker og Gabriel Jesus með veiruna sem og tveir starfsmenn City.

Leikmenn og starfsmenn fóru í nýtt kórónuveirupróf á sunnudag og í gær komu niðurstöðurnar þar sem ljóst var að þrír leikmenn til viðbótar væru smitaðir.

Í kjölfarið var leik Manchester City og Everton frestað í gær og æfingasvæði City lokað um óákveðinn tíma.

Leikmenn fara í annað kórónuveirupróf í dag og niðurstöður úr því ættu að liggja fyrir á morgun. Þá ætti að koma í ljós hvort fleiri smit séu og hvort leik liðsins gegn Chelsea um næstu helgi verði einnig frestað.

Einnig er óvissa með leikinn gegn Manchester United í undanúrslitum enska deildabikarsins í næstu viku.
Athugasemdir
banner