Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. maí 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tolisso farinn frá Bayern (Staðfest) - Fáanlegur á frjálsri sölu
Mynd: EPA

Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso er samningslaus eftir fimm ára dvöl hjá stórveldi FC Bayern.


Hinn 27 ára gamli Tolisso spilaði 118 leiki fyrir félagið, þar af 22 á nýliðinni leiktíð. Þar að auki á hann 28 leiki að baki fyrir franska landsliðið.

Það eru mörg félög sem hafa áhuga á að fá Tolisso á frjálsri sölu í sumar. Juventus, Inter, Real Madrid og Tottenham eru á meðal félaga sem hafa verið nefnd til sögunnar.

Tolisso var lykilmaður í liði Lyon áður en hann var keyptur til Bayern fyrir tæplega 50 milljónir evra.

Leikmaðurinn vann allt mögulegt með Bayern, þar á meðal Meistaradeildina og HM félagsliða. Þá vann hann HM 2018 með Frakklandi.


Athugasemdir
banner
banner