Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 30. júlí 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk um rifrildið við Klopp: Maður verður bara að segja sannleikann
Virgil Van Dijk og Jürgen Klopp
Virgil Van Dijk og Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool á Englandi, vildi lítið tjá sig um rifrildi hans og Jürgen Klopp, stjóra liðsins, í 3-0 tapinu gegn Napoli í fyrradag.

Liverpool-liðið var afar ólíkt sér í leiknum á meðan Napoli sýndi flotta takta.

Lorenzo Insigne skoraði fyrsta mark leiksins en þá fannst Klopp að Van Dijk hefði átt að verjast betur þó hann átti ekki beinan þátt í markinu. Van Dijk var ósammála honum og skiptust þeir á orðum áður en leikurinn hélt áfram.

Hollenski varnarmaðurinn vildi lítið tjá sig um atvikið við fjölmiðla en hann segir það hafa verið á milli þeirra.

„Þetta er bara á milli mín og Klopp. Það er alveg óþarfi að opinbera það en ég held að það verði allir að geta talað saman," sagði Van Dijk.

„Stundum verður maður bara að segja sannleikann. Það er bara þannig," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner