Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. ágúst 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Cavani fer ekki í landsliðsverkefni
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: EPA
Edinson Cavani fer ekki í landsliðsverkefni með Úrúgvæ og æfir á æfingasvæði Manchester United í landsleikjaglugganum.

Hann hefði misst af leikjum United og þurft að fara í tíu daga sóttkví við endurkomuna til Bretlandseyja ef hann hefði farið i leikina með Úrúgvæ.

Ensk úrvalsdeildarfélög höfðu ákveðið að hleypa leikmönnum ekki í landsleiki í löndum sem eru á rauðum lista hjá Bretum.

Í stað þess að spila með Úrúgvæ gegn Perú, Bólivíu og Ekvador þá mun Cavani verða áfram á Englandi.

Í yfirlýsingu frá úrúgvæska knattspyrnusambandinu er sagt að ákveðið hafi verið að hætta við að kalla Cavani í verkefnið.

Giovani Lo Celso og Cristian Romero, argentínskir leikmenn Tottenham, eru á leið til Argentínu sem er á rauðum lista og munu þeir missa af þremur leikjum Tottenham af þeim sökum.
Athugasemdir
banner
banner
banner