Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. september 2021 09:30
Victor Pálsson
Leno gæti íhugað að yfirgefa Arsenal
Mynd: Getty Images
Bernd Leno veit ekki af hverju hann er orðinn varamarkvörður Arsenal fyrir Aaron Ramsdale sem kom til félagsins í sumar.

Leno hefur verið aðalmarkvörður Arsenal í dágóðan tíma en Mikel Arteta hefur nú ákveðið að breyta til og byrjar Ramsdale.

Leno er orðaður við Inter Milan en hann mun ekki taka ákvörðun um að fara nema staðan verði eins í janúar.

„Það er engin skýr ástæða fyrir því að ég var ekki með, það tengdist frammistöðu minni ekki neitt," sagði Leno.

„Hann er þjálfarinn og ræður. Auðvitað er þetta erfitt fyrir mig. London er mjög góð borg. Milan er ekki slæm heldur og er nær heimili mínu í Stuttgart."

„Ég er ekki að hugsa um það ennþá. Mér líður þægilega hjá Arsenal. Það er aðeins ef ekkert breytist í vetur þá gæti ég hugsað um þessa hluti."
Athugasemdir
banner
banner
banner