Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. desember 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Diego Alonso er nýr þjálfari Inter Miami (Staðfest)
Diego Alonso er fyrsti þjálfari Inter Miami
Diego Alonso er fyrsti þjálfari Inter Miami
Mynd: Getty Images
Inter Miami hefur ráðið fyrsta þjálfara félagsins en Diego Alonso mun stýra liðinu á komandi tímabili.

Alonso hefur áður þjálfað Monterrey og Pachuca í Mexíkó við góðan orðstír en hann gerði Monterrey að meisturum árið 2016 og vann svo Meistaradeildina hjá CONCACAF-sambandinu árið 2017.

Lið hans endaði þá í 3. sæti í HM félagsliða sama ár en hann er nú tekinn við Inter Miami.

David Beckham er eigandi Inter Miami en liðið mun hefja leik í MLS-deildinni þann 14. mars næstkomandi gegn Los Angeles Galaxy.

Félagið hefur verið duglegt síðustu vikur að styrkja hópinn en þó má búast við því að félagið fái nokkur stór nöfn á næstu vikum.

Edinson Cavani, Luis Suarez og David Silva hafa allir verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner
banner