Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. desember 2022 21:45
Brynjar Ingi Erluson
England: Fimmta tap West Ham í röð - Toney borinn af velli
Ivan Toney skoraði og lagði upp
Ivan Toney skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Toney fór sárþjáður af velli
Toney fór sárþjáður af velli
Mynd: Getty Images
West Ham 0 - 2 Brentford
0-1 Ivan Toney ('18 )
0-2 Joshua da Silva ('43 )

David Moyes og lærisveinar hans í West Ham töpuðu fimmta leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið beið lægri hlut fyrir Brentford, 2-0, á Lundúnaleikvanginum í kvöld.

West Ham byrjaði leikinn ágætlega og var það Declan Rice sem átti skot í stöng í fyrstu mínútunum áður en Craig Dawson átti skalla framhjá stuttu síðar.

Á 18. mínútu voru það gestirnir sem tóku forystuna í gegnum Ivan Toney. Brentford tók langt innkast inn í teig og tókst Lukasz Fabianski að verja fyrsta skotið en Toney hirti frákastið og kom Brentford yfir.

David Raya, markvörður Brentford, var að eiga fínasta leik og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Liðsfélagar hans þökkuðu honum með því að bæta við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks er Joshua DaSilva skoraði eftir undirbúning frá Toney.

Snemma í síðari hálfleik benti Darren England, dómari leiksins, á punktinn eftir að Jarrod Bowen var tekinn niður af Ben Mee, en eftir skoðun VAR þá var vítaspyrnan tekin til baka þar sem brotið átti sér stað fyrir utan teig.

Raya hélt áfram að verja í þeim síðari. Fyrst varði hann þrumuskot Gianluca Scamacca af löngu færi áður en hann varði skalla Dawson eftir hornspyrnu.

Toney meiddist á hné undir lok leiks og þurfti að fara af velli á börum. Slæmar fréttir fyrir Brentford enda Toney verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Lokatölur 2-0 fyrir Brentford sem er í 9. sæti með 23 stig en West Ham að dragast í fallbaráttu og er í 16. sæti með 14 stig, einu stigi frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner