Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 31. janúar 2020 08:52
Magnús Már Einarsson
Man Utd vill fá Rondon - Pogba á förum
Powerade
Rondon er orðaður við Manchester United.
Rondon er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Dries Mertens.
Dries Mertens.
Mynd: Getty Images
Gluggadagurinn er í dag og slúðurblöðin eru í hátíðarskapi.



Lazio hefur áhuga á að fá Olivier Giroud (33) framherja Chelsea í sínar raðir. (Sky Sports)

Chelsea ætlar að leggja fram annað tilboð í Dries Mertens (32) framherja Napoli eftir að fyrsta tilboði félagsins var hafnað. (Telegraph)

Mertens fer ekki til Chelsea en félagið gæti í staðinn reynt að fá Edinson Cavani framherja PSG eftir að félagaskipti hans til Atletico Madrid strönduðu. (Star)

Edinson Cavani fer ekki frá PSG í þessum mánuði. (L'Equipe)

Manchester United ætlar að leyfa Paul Pogba (26) að fara í sumar eftir kaupin á Bruno Fernandes. (Sun)

Nemanja Matic (31) hefur hafnað tilboði um að fara frá Manchester United en hann er tilbúinn að gera nýjan samning við félagið. (Telegraph)

Salomon Rondon (30) fyrrum framherji Newcastle og WBA er á óskalista Manchester United. Rondon er á mála hjá Dalian Yifang í Kína. (Times)

Manchester United mistókst að fá Joshua King (28) framherja Bournemouth í sínar raðir. (Telegraph)

Pierre-Emerick Aubameyang (30) vill fara frá Arsenal til Barcelona. (Star)

Dani Ceballos (23) ætlar að klára lánssamning hjá Arsenal frekar en að fara aftur til Real Madrid. (AS)

AC Milan og Inter hafa áhuga á Matty Longstaff (19) miðjumanni Newcastle en hann verður samningslaus í sumar. (Times)

Tottenham er tilbúið að leyfa miðjumanninum Victor Wanyama (28) að fara á átta milljónir punda. Celtic vill fá hann aftur í sínar raðir. (Mirror)

Thomas Muller (30) gæti yfirgefið herbúðir Bayern Munchen í sumar. (Bild)

Arsenal vonast til að fá hægri bakvörðinn Cedric Soares (28) á láni frá Southampton í dag. (Standard)

Southampton vill ekki selja danska miðjumanninn Pierre-Emile Hojberg (24) en Tottenham hefur sýnt áhuga. (Star)

Crystal Palace vill fá kantmanninn Yannick Carrasco (26) frá Dalian Yifang í Kína. (Standard)

Middlesbrough vill fá miðjumanninn Ravel Morrison (26) á láni frá Sheffield United. (Sun)

Nottingham Forest ætlar að bjóða í Dwight Gayle (29) framherja Newcastle. Forest vill fá Gayle á láni með sjálfkrafa kaupum á fimmtán milljónir punda í sumar ef að liðið fer upp í úrvalsdeildina. (Mail)

Chelsea gæti kallað varnarmanninn Ethan Ampadu til baka úr láni frá RB Leipzig þar sem hann hefur ekki spilað nóg. Bristol City vill fá leikmanninn út tímabilið. (Football Insider)

Brighton hefur náð samkomulagi við Chelsea um að fá varnarmanninn Tariq Lamptey (19) í sínar raðir. (Sun)

Noni Madueke (17) miðjumaður PSV er á óskalista Arsenal og Wolves. (Mail)

Stuðningsmenn Manchester United ætla að ganga í burtu úr stúkunni gegn Wolves á morgun til að mótmæla eigendum félagsins. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner