Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 31. maí 2021 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilhjálmur: Þegar þú spilar á móti Tindastól þá er það ekki þannig
Villi
Villi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki alveg 100% sáttur með spilamennskuna en sáttur með að vera kominn áfram í bikar. Ég vissi að þetta yrði erfitt, Tindastóll er með mjög gott lið," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn Tindstóli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Blikar fengu sautján hornspyrnur í leiknum og skoruðu upp úr einni slíkri. Er Villi sáttur með það?

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Tindastóll

„Við erum með mjög góða leikmenn að taka hornspyrnu en hún (Amber) las þetta vel í markinu hjá Tindastól, margar spyrnurnar. Stundum er það þannig að þú hittir ekki á það eins og í nokkrum spyrnunum. Við erum mjög sterkar og öflugar í hornspyrnum, það er ekki spurning."

Breiðablik hélt boltanum talsvert meira en gestirnir í dag. Var Villi svekktur með að búa ekki til fleiri dauðafæri?

„Ég held að þegar þú spilar á móti Tindastól þá er það ekki þannig. Þær liggja frekar aftarlega og erfitt að skapa sér stöður einn á móti markmanni. Þetta er öflugt lið og erfitt að spila við þær, engin tilviljun að þær eru búnar að standa sig vel í sumar."

Breiðablik, eins og önnur lið í efstu deild, þarf að vinna fjóra leiki til að lyfta Mjólkurbikarnum. Það hlýtur að vera að stefnan?

„Já, það er krafan í Kópavoginum að vera í fremstu röð og reyna að taka þátt í keppni um alla titla."

„Í dag spiluðum við töluvert á breiddinni, margir leikmenn sem höfðu spilað minna fengu að spila mikið. Það er mikilvægt að leyfa leikmönnum að þroskast og þróast með mínútum á vellinum,"
sagði Villi aðspurður um leikmannahópinn.

Hann var að lokum spurður út í Andreu Rán sem er á leið í atvinnumennsku. „Hún er að fara í atvinnumennsku og það kemur allt um það á morgun. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær hún fer út," sagði Villi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner