Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 31. maí 2022 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Freyr að fá markahæsta leikmann deildarinnar til Lyngby
Freyr Alexandersson er að fá öflugan leikmann til Lyngby
Freyr Alexandersson er að fá öflugan leikmann til Lyngby
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, er þegar farinn að líta í kringum sig fyrir næsta tímabil en lið hans tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina á dögunum.

Lyngby hafnaði í 2. sæti B-deildarinnar á þessari leiktíð og kom sér þannig upp í efstu deild þrátt fyrir mikil skakkaföll.

Danska félagið er þegar byrjað að undirbúa sig fyrir næsta tímabil og er þar efstur á lista markahæsti maður B-deildarinnar.

Það er Mathias Kristensen, leikmaður Nyköbing FC, en hann gerði 18 mörk í B-deildinni á tímabilinu og var valinn leikmaður ársins.

Samkvæmt Bold.dk er aðeins formsatriði að Kristensen gangi til liðs við félagið en hann er búinn í læknisskoðun og verður líklega gengið frá helstu smáatriðum á næstu dögum.

Kristensen er 28 ára gamall og hefur spilað með Nyköbing frá 2019 en þar áður lék hann með Horsens.
Athugasemdir
banner
banner